Svanhildur H. Haraldsdóttir

(IS)

Svanhildur Halla Haraldsdóttir (f. 1992) býr og vinnur í Reykjavík. List hennar snýr að mestu að sögum og í verkum sínum leitast hún við að vefa þær saman við rýmið, tvinna saman minningar og leika sér með skynræna upplifun. Innsetningar og þátttökuverk hennar opna ólíkar gáttir þar sem mörk milli ímyndunar og veruleika fjara út. Verkin verða einskonar inngrip sem snúa að upplifun af rýminu, hvernig ferðast er um rýmið og hvar staldrað er við, en þátttaka áhorfandans verður einnig lykill að þróun og mótun verka.

Associated events: