Nemendur í 6. bekk í Fellaskóla

(IS)

Nemendur úr 6. bekk í Fellaskóla hafa á haustdögum, undir umsjón Gretu S. Guðmundsdóttur, myndlistarkonu og kennara, kynnt sér hina umfangsmiklu safneign Nýlistasafnsins, sem staðsett er í næsta nágrenni skólans við Völvufell. Hafa þeir verið að kynna sér safneignina með það fyrir augum að velja úr verk til sýningar í sýningarrými Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu. Nemendurnir taka að sér hlutverk sýningarstjóra og hafa frjálsar hendur með val verkanna og bera þeir á borð þau verk sem vakið hafa áhuga þeirra og hylli. Er sýning þeirra á verkum safneignar Nýlistasafnsins jafnframt hluti af sýningu Sequences í Marshallhúsinu.

Sýningarstjórar eru:  Aleksandrs Romanuks, Amelía Ösp Hagalín, Fábio Mikael Ferreira, Katla M. Svarfdal Ágústsdóttir, Katrín Snædís Konecna, Layla Judith Nagua Chasi, Lena Björk Pudo, Majka Drzyzga, Rúnar Þór Styrmisson, Sandra Wrzosek og Suvam Bahadur Chhetri.

Associated events: