Sæmundur Þór Helgason (f. 1986) er myndlistarmaður búsettur í Amsterdam. Hann er meðstofnandi Cosmos Carl – Platform Parasite, vefvangs-sníkils sem notfærir sér utanaðkomandi netpalla sem hýsla listaverka í almenningsrými á netinu. Árið 2017 stofnaði Sæmundur Félag Borgara, sem eru hagsmunasamtök borgara og þrýstihópur um borgaralaun á Íslandi. Hann er eins og er með vinnuaðsetur hjá Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam.