Pétur Magnússon

(IS)

Pétur Magnússon (f. 1958) fæddist í Reykjavík. Eftir menntaskóla fór hann í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og síðan áfram á Accademia delle belle Arti í Bologna, Ítalíu og að lokum í Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam, Hollandi. Að loknu námi árið 1986 var hann búsettur í Amsterdam til ársins 2003, en flutti þá til Íslands. Í Hollandi tók hann þátt í stofnun listaverkabókabúðarinnar „Boekie Woekie“ sem jafnframt er gallerí og útgefandi. Hann starfaði með fyrirtækinu fyrstu árin. Boekie Woekie kynnti síðan verk hans á „Art Frankfurt“ listamessunni í Þýskalandi árið 1996. Pétur lærði málun á Ítalíu og grafík í Hollandi og eldri verk hans bera þess merki. Með tímanum hefur hann fært sig yfir í ljósmyndir og skúlptúr, oft lágmyndir og einkennast aðferðir hans oft á blöndu af stálsmíði og ljósmyndun. Verk hans láta reyna á skynjunina og ögra henni meðan þau bjóða upp á nýja möguleika til að skynja umhverfið. Verkin eru oftar en ekki háð sýningarrýminu (e. site specific). Efni og fjarvídd spila oft stórt hlutverk í að eiga við umhverfið á heimspekilegan og skoplegan máta.

„Verkið er framhald á ljósmyndaverki sem ég sýndi í Listasafni Árnesinga fyrr á þessu ári. Það verður byggt á verkum úr safneign Nýlistasafnsins með samþykki viðkomandi listamanna. Verkið byggir á gamalli hefð þar sem listmálarar mála myndir af Salon sýningum í París. Listmálarinn málar mynd af málverkum annarra listmálara. Eins og oft  á Salon málverkunum verða myndir úr safneigninni myndaðar eilítið frá hlið og uppröðunin síðan látin mynda perspektíf sem ögrar rýminu sem þær hanga í“.

Associated events:

Photo by Simone de Greef