Pakui Hardware

(LT)

Mótefni felur í sér þrjá tréskúlptúra byggða á einkennandi vinnu listamannanna með lífræn og líflík form. Með því að sameina náttúruleg og ónáttúruleg efni, dauðhreinsuð og lífræn form umbreyta listamennirnir hönnun, líffræði og listasögu í blandaðar og undarlegar verur.

Pakui Hardware er listrænt tvíeyki stofnað af Neringa Černiauskaitė og Ugnius Gelguda. Eitt af viðfangsefnum þeirra er endurmyndunar-læknisfræði og tækni hennar. Tvíeykið setur mannslíkamann í sýndartengsl við orðræðu utan þess mannlega, hvort sem hún tengist dýrum, plöntum eða er tæknilegs eðlis einhvers staðar á milli vísindaskáldskapar og goðafræði.

Associated events: