Naufus Ramírez-Figueroa

(GT)

Hljóðverk Naufus Ramírez-Figueroa kallar fram vingjarnlega drauga útdauðra fuglategunda sem listamaðurinn hefur reynt að komast í samband við í gegnum andaheiminn. Verkefnið er eins konar æfing fyrir ímyndunaraflið. Án þess að taka myndir eða vídeó skrásetur Ramírez-Figueroa upplifunina af skyggnifundunum í gegnum hljóðupptökur, sjónrænar hljóðskissur og teikningar. Skyggnifundir með útdauðum fuglategundum er yfirstandandi verkefni sem setur yfirnáttúru, sögu, rödd, og áhrif mannlegra athafna og loftslagsbreytinga á fugla í forgang og spyr: ef við finnum nýja leið til að hlusta getum við þá heyrt í fuglum – jafnvel þeim sem eru útdauðir?

Naufus Ramírez-Figueroa (f. 1978) fæddist í Gvatemala. Ramírez-Figueroa vinnur með teikningar, gjörninga, skúlptúra og vídeó og rannsakar skörun sögu og forms út frá sjónarhorni eigin reynslu af rótlausri staðsetningu á meðan og í kjölfar borgarastríðsins í Gvatemala 1960–96. Með því að sækja í tungumál þjóðsagna, vísindaskáldskapar og leikhúss endurgerir hann sögulega atburði og sögupersónur.

Associated events:

photo vred: Yohan López