Miles Greenberg

(CA)

Miles Greenberg (f. 1997 í Montreal, Kanada, býr í New York) er gjörningalistamaður og skúlptúristi sem hefur gert líkamann og líkamshreyfingar að viðfangsefni sínu.

Sautján ára gamall hætti Miles formlegri skólagöngu og hellti sér út í sjálfstætt, fjögurra ára rannsóknarverkefni sem snýr að líkömum svartra í tengslum við hreyfingu og arkitektúr. Hann hefur dvalið víða sem gestalistamaður og unnið að rannsóknum sínum t.d. við École Jacques Lecoq og Musée du Palais de Tokyo í París, Red Gate-galleríið í Beijing og Watermill Center á Long Island. Miles er að mestu leyti sjálflærður í málvísindum, ilmvatnsgerð og líkamsleikhúsi, og hefur lært hjá leiðbeinendum á borð við Édouard Lock, Robert Wilson og Marinu Abramović.

Verk Greenbergs samanstanda af víðáttumiklu, alltumlykjandi skynjunarumhverfi þar sem reynt er á líkamann í tengslum við rými og þolmörk hans könnuð í langdregnum gjörningum og í skúlptúrformi. Greenberg vinnur eftir strangri aðferðafræði sem hvílir á þröskuldi gjörninga og skúlptúrs og fylgja verkin óháðum, ólínulegum rökkerfum sem skiljast best hvert í samhengi við annað.

Associated events: