Miles Greenberg

(CA)

Miles Greenberg (f. 1997 í Montreal, Kanada) er gjörningalistamaður, skúlptúristi og rannsakandi líkamshreyfinga sem býr í New York.

Sautján ára gamall hætti Miles formlegri skólagöngu og hellti sér út í sjálfstætt, fjögurra ára rannsóknarverkefni um hreyfingu og arkitektúr eins og það snýr að svörtum líkömum. Við þetta dvaldi hann sem gestalistamaður víðs vegar, t.d. við École Jacques Lecoq og Musée du Palais de Tokyo í París, Red Gate-galleríið í Beijing og Watermill Center á Long Island. Hann er að mestu leyti sjálflærður í málvísindum, ilmvatnsgerð og látbragðsleikhúsi, og hefur lært hjá leiðbeinendum á borð við Édouard Lock, Robert Wilson og Marinu Abramović.

Vinna Greenbergs snýst um rannsóknir á líkamanum í rýminu, að ýta á mörk hans í langdregnum gjörningum og skúlptúrformi. Verk hans samanstanda af víðáttumiklu, yfirþyrmandi skynjunarumhverfi sem snýst um líkamann.

Hann vinnur eftir strangri aðferðafræði sem hvílir á þröskuldi gjörninga og skúlptúrs. Verkin fylgja óháðum, ólínulegum rökkerfum sem skiljast best hvert í samhengi við annað.

Associated events: