Katja Novitskova

(EE)

Titill verksins vísar til kastala Loka, sem er svæði í djúphafi Atlantshafsins fyrir miðju Íslands og Svalbarða þar sem má finna náttúrufyrirbæri sem kallast hverastrýtur. Svæðið er staðsett um 2000 metra undir sjávarmáli og var nefnt í höfuðið á norræna goðinu þegar það var fundið árið 2008.

Hverastrýturnar eru einskonar gullnáma fyrir sjaldgæf lífefni sem nýta má í allskyns lífefnaiðnaði og jarðefnanámugreftri. Þessar óhefðbundu aðstæður sem verða til í kringum stýturnar og mynda fullkomið svæði fyrir svifdýr og önnur frumlífefni sem svipar til þeirra sem mörkuðu upphaf lífs á jörðu, og hugsanlega lífs á öðrum plánetum. Vélrænn rannsóknarbúnaður blandast lífinu í kringum strýturnar og skapa þannig nýtt vistkerfi djúpt undir sjávarmáli, fjarri augum manna.

Katja Novitskova (f. 1984) er eistneskur listamaður búsett í Berlín. Verk hennar varpa fram spurningum um það hvernig hin tæknivædda framtíð muni verða. Novitskova staðsetur sig mitt á milli sjónlistar og vísindaskáldskapar. Hún kallar þannig fram ónot og firringu með því að blanda sama fantasíum um framtíðina og hversdagslegum raunveruleika.

Associated events: