Kärt Ojavee

(EE)

Verkið leiðir saman þörunga úr Eystrasalti sem brenndir verða á sýningunni. Form efnisins sem er brennt eru steypt úr brotum sem safnað er frá ströndum Svefneyja á Íslandi. Það sem stendur eftir að brunanum loknum er glas í laginu eins og tár. Draugalegur reykur gefur frá sér stigmagnandi lykt frá koluðum þörungunum og bregður upp mynd af landslagi, þar sem leifar hinna áður líflegu þörunga hafa orðið að steingervingum og gefa nú frá sér eigin orku.

Kärt Ojavee (f. 1982) er listamaður og hönnuður sem sameinar nýja tækni og hefðbundið handverk. Hún nálgast textíl á hugmyndafræðilegan hátt, kannar sögulega merkingu efnisins og möguleg mótunaráhrif á framtíðina.

Gagnvirkur vefnaður og innsetningar Ojavee eru oft með innbyggða rafeindahluti sem velta fram möguleikum framtíðarinnar og geta breyst á lífsleiðinni. Hún hefur áhuga á umbreytingum efna í tíma og hvernig efnin eru í sambýli við umhverfi sitt. Ojavee býr til tilraunakennd efni og hefur undanfarið unnið með ýmis umframefni og þanglífmassa með áherslu á gildi efnis (e. matter).

Associated events: