John McCowen er tónskáld og flytjandi sem einblínir í tónlist sinni á að þenja út mörk og möguleika klarínettsins. Drónn, samsláttartónar og samsláttur yfirtóna sem bregður fyrir í tónlist hans þar sem hann leitast við að víkka út hljóðheim hljóðfærisins.
Tónlist McCowen hefur verið lýst í The New Yorker sem „Hljóðrænni hliðstæðu þess að bera smásæjan lífheim augum“. Tónlist hans hefur verið gefin út hjá Edition Wandelweiser, International Anthem, Astral Spirits, Sound American auk annarra útgefenda. Árin 2017 og 2019 var John staðarlistamaður Lijiang Studio í Yunnan, Kína og árið 2020 staðarlistamaður við ISSUE Project Room í Brooklyn í New York. John er búsettur í Reykjavík, þar sem hann er leiðbeinandi í spunatónlist við Listaháskóla Íslands.