John Grzinich

(EE/US)

John Grzinich (f. 1970) hefur starfað frá því snemma á tíunda áratugnum sem listamaður og menningarumsjónarmaður með margvíslegum aðferðum sem tengja saman hljóð, hreyfimyndir, staðsérhæfni og samvinnu samfélaga. Áherslan í starfi hans undanfarin ár hefur verið að sameina hljóð- og hlustunaraðferðir við ýmsa miðla til að takast á við mannhverfa skynjun heimsins með víðtækri hlustun.

John Grzinich, Kraftlaust flug (Reykjavík), 2023
Vindur, Viður, Strengir og Hljómhvatar

Staðsetning: Edition Hotel

Verkið Kraftlaust flug (Reykjavík) fyrir framan Edition Hotel var upphaflega hugsað sem svar við fyrstu bylgju Covid-19 heimsfaraldursins, þar sem áhugasamir hlustendur urðu vitni að stuttri vistfræðilegri „endurkomu náttúrunnar“ vegna sögulegrar minnkunar iðnaðarhávaða á heimsvísu. Með því að beina skynjun okkar að öðrum heimum en mannlegum, miðar uppsetningin að því að gefa óséðum og óheyrðum kröftum jarðeðlisfræðinnar rödd og gera okkur kleift að hlusta á óljósar hliðar jarðneskra ferla. Vindhörpurnar eru hannaðar til að bregðast við margvíslegum aðstæðum eins og vindhraða og stefnu. Þessar aðstæður hafa aftur áhrif á tón, samhljóm og hávaða hljóðsins.

Associated events: