Jóhannes S. Kjarval

(IS)

Málverk Kjarvals sem hanga í innsta rými Kling & Bang sýna íslenskt landslag í gegnum ímyndunarafl listamannsins sem umbreytir þeim í ævintýralegan heim. Landslag breytist hægt, verkin leyfa okkur því að stíga út úr flæði tímans og upplifa það sama og fjöldi fólks hefur gert í gegnum tíðina.

Jóhannes Sveinsson Kjarval (f. 1885, d. 1972) var einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar á tuttugustu öldinni og er einn ástsælasti listamaður landsins. Tengsl hans og túlkun á náttúru landsins er talin hafa endurnært áhuga þjóðarinnar og ánægju af henni. Ásamt því að hafa ýtt undir stolt Íslendinga af þeirri sérstöðu sem einstök náttúran veitir landinu og löngun til að kanna undur hennar betur. Myndefni Kjarvals má skipta í þrjá meginflokka: landslagsmyndir, andlitsmyndir og fantasíur. Þessir flokkar skarast þó oft og gjarnan má finna eiginleika þeirra allra í sömu mynd.

Associated events: