Margskonar víddir rekast á, þar á meðal raunveruleg landslög, draumar, teikningar undirmeðvitundarinnar og gervigreind, og mynda eina heild í rými sem þjónar sem eins konar gátt eða mengi í millibilsástandi.
Hrund Atladóttir (f. 1980) býr og starfar í Reykjavík. Verk hennar snúast um tíma og náttúru. Þau geta verið tímalína sem gerist inni í myndbandi, vídeói gæti verið varpað á stóra byggingu eða átt sér stað í VR-gleraugum sem breyta áhorfandanum í skúlptúr. Tímalínan getur verið ljós sem breytir líftakti mannverunnar í líkama áhorfandans. Hún hefur verið virkur meðlimur í íslensku umhverfisverndarsenunni með áherslu á að vernda íslensk víðerni.