Gunnhildur Hauksdóttir

(IS)

Gunnhildur Hauksdottir (f. 1972) hlaut MFA frá Sandberg Institute í Amsterdam, Hollandi árið 2006 og BFA Listaháskóla Íslands árið 2002. Gunnhildur sat í stjórn Nýlistasafnsins í Reykjavík árin 2010 – 2015 og var formaður stjórnar og safnstjóri 2011 – 2014. Hún situr í varastjórn Skaftfells miðstöð myndlistar á Seyðisfirði. Hún er stundakennari við Listaháskóla Íslands og hefur haldið námskeið þar og víðar. Hún er leiðbeinandi hjá UNM (Ung Nordisk Musik) og þáttakandi í Between the Sky and the Sea, Temporal Horizons sem PAB (Performance Art Bergen) heldur árið 2022. Verk hennar er að finna í safneignum Listasafns Íslands og Nýlistasafninu í Reykjavík. Í safneign Uppsala Konstmuseum og Goethe Institute í Kaupmannahöfn og Hess Gallery, safneign Háskólans í Lethbridge í Kanada. Verk hennar hafa verið flutt og tekin til sýninga víða á ferli hennar. Hún tók m.a. þátt í  Silver Lining, Collateral Event á 56. Feneyjatvíæringnum árið 2015. Hún hefur sýnt í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Galleria Municipal do Porto í Portúgal, í Kunstmuseum Liechtenstein, Uppsala Konstmuseum og  í 21 Haus hjá Belvedere Museum í Vín.

Gunnhildur hefur sterk tengsl við Seyðisfjörð og hefur búið þar af og til síðan hún hóf feril sinn. Hún býr og starfar við myndlist í Reykjavík og Berlín.

Associated events:

© Cormac Walsh