Guðrún Vera Hjartardóttir

(IS)

Verkin tvö eru eins og gluggar í annan heim eða undarlegt fiskabúr frá óþekktum stað. Í öðru boxinu eru þrjár verur úr plastilínu sem eru í senn spaugilegar og óhugnalegar. Þær horfa á gesti með jafn forvitnum augum og gesturinn horfir á þær. Fígúran í hinu boxinu virðist vera höfðingi óþekkts konungsríkis. Ímyndað landslagið bak við glerið leyfir okkur að uppgötva ókannaða ævintýra veröld.

Guðrún Vera Hjartardóttir (f. 1966) er íslenskur listamaður sem fæst aðallega við skúlptúr og innsetningar. Hún vinnur á mörkum hins ímyndaða og raunverulega. Verk hennar skapa oft glugga inn í aðra heima eða víddir, taka á sig stórkostleg og stundum óhugnanleg form og kveikja á tilfinningum semkeppa við hefðbundna tvíhyggjuhugsun.

Associated events: