Emilija Škarnulytė

(LT)

Í aftasta rými Norræna hússins má finna alltumlykjandi vídeóinnsetningu sem grípur áhorfendur. Verkið Sirenomelia sýnir hafmeyju synda um í yfirgefinni NATO kafbátastöð. Listamaðurinn skapar þannig ljóðræna tilvitnun til bygginga sem eitt sinn gegndu mikilvægu hlutverki og framtíðarheimi þar sem mögulega nýjar lífverur geta tekið sér fótfestu í rústunum.

Emilija Škarnulytė (f. 1987) skoðar hluti út frá sjónarhorni framtíðarfornleifafræðings. Nýleg verk sýna ímyndun á framtíðinni í tengslum við áhrif mannkynsins á jörðina mörg ár inn í framtíðina. Škarnulytė vinnur með innsetningar og kvikmyndaformið þvert á heimildir og skáldskap. Hún rannsakar jarðsögulegan tíma og ósýnilega strúktúra, allt frá því stjarnfræðilega til hins vistfræðilega.

Associated events: