Daria Melnikova

(LV)

Aðalpersóna verksins er Herra Sunnudjass – skálduð og margslungin persóna sem táknar frí frá amstri dagsins, þegar ekkert er á dagskrá, engar skuldbindingar eða dagleg verkefni sem þarf að sinna. Hugmynd verksins er að hvetja áhorfendur til að endurskilgreina samviskusemina og leyfa óreglu og hvatvísi að ráða för, með því að setja upp einn dag í lífi sínu eins og djasstónlist. Það mætti titla þann dag Herra Sunnudjass, sama hvort um sé um að ræða mánudag, þriðjudag… eða sunnudag. Það skiptir ekki máli svo lengi sem þú ert í flæði.

Daria Melnikova (f. 1984) býr og starfar í Riga. Hún trúir því að með því að læra eitthvað nýtt geti hún víkkað sjóndeildarhringinn. Þetta knýr hana áfram að takast á við sjálfsagða hluti eins og ókláraðar innréttingar, hrunin heimsveldi, skáldaðar persónur, framandi menningu og vitleysuna í sjálfri sér.

Verk hennar spretta úr hugleiðandi rannsókn á hversdagslegum rútínum, klisjum, arkítektúr og augnablikum – Daria gerir tilraunir til að endurbyggja innri rökfræði þeirra.

Associated events: