Björk Guðnadóttir

(IS)

Björk Guðnadóttir (f. 1969) leitar víða fanga í listsköpun sinni og til þess notar hún ýmiskonar efnivið eins og léreft, ullargarn, plast, gifs og vax.

Björk hefur haldið einkasýningar og verið valin til þess að taka þátt í mörgum samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur hlotið fjölmarga styrki og verk eftir hana eru í eigu listasafna og safnara. Björk er meðlimur í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu.

Björk lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Umeå, Svíþjóð (Konsthögskolan Umeå universitet) árið 1999, stundaði nám við Listaakademíuna í Osló (Kunstakademiet i Oslo) 1994–1995 og var auk þess skiptinemi við Myndlista- og handíðaskólann 1995–1996. Hún nam einnig myndlist við fornámsdeild Atelier Hourdé í París 1993–1994 og klæðskurð við École Superieure de la Mode (ESMOD) í París 1991–1993. Björk býr og starfar í Reykjavík.

Associated events: