Tónsmíðar Bergrúnar Snæbjörnsdóttur (f. 1987) hafa verið fluttar í formi kammer- og hljóðverka víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin Ástralíu og í Asíu af hópum eins og Oslo Philharmonic (NO), International Contemporary Ensemble ICE (US), Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nordic Affect (IS), Avanti! Kammersveit (FI) og fleirum. Hún er handhafi Hildegard verðlauna The National Sawdust árið 2019. Þá hafa verk hennar verið valin til flutnings á virtum tónlistarhátíðum eins og Mostly Mozart Festival í Lincoln Center (New York), ISCM World Music Days (Peking), Sound of Stockholm, Ultima Festival (Oslo), Nordic Music Days (London, Bodø, Reykjavík), Only Connect (Oslo), SPOR (Árósir), Tectonics Music Festival (Glasgow/Reykjavík), Prototype (New York), Classical NEXT (Rotterdam) og KLANG (Kaupmannahöfn) auk annarra viðburða.