Berglind María Tómasdóttir

(IS)

Berglind María Tómasdóttir (f. 1973) er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á  miðla. Í verkum sínum leitast hún við að kanna ímyndir og erkitýpur sem og tónlist sem félagslegt fyrirbæri. 

Sem flautuleikari hefur Berglind  komið fram á hátíðum víðs vegar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún hefur  jafnframt leikið inn á fjölda hljóðrita, meðal annars sem einleikari  ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Verk  Berglindar hafa meðal annars verið pöntuð og flutt á vegum Flautusamtaka Bandaríkjanna (The National Flute Association), Norrænna músíkdaga,  Myrkra músíkdaga og Listahátíðar í Reykjavík. 

Berglind stundaði nám í flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega danska konservatoríið og lauk doktorsprófi í flutningi samtímatónlistar frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 2013. Berglind er prófessor við  Listaháskóla Íslands.

Associated events:

© Berglind Tómasdóttir