Bendik Giske

(NO/DE)

Bendik Giske (f. 1982) er listamaður og saxófónleikari sem notar líkamleika, varnarleysi og þol sem tól til tjáningar. Giske veit að tónlist getur verið öflugt tæki til að leiða fólk saman í hugmyndavinnu. Verkefnið hans er fyrst og fremst ákall um umhyggju, samveru, frásagnir og að við söfnum saman í sameiginlegan brunn.

Í verki sínu á Sequences vinnur hann í samstarfi við Úlf Hansson (f. 1988), íslenskt tónskáld, tónlistarframleiðanda og kvikmyndatónskáld.

Bendik Giske vinnur með Úlfi Hanssyni í gegnum sameiginlega ást þeirra á eðlisfræði hljóðs, eða öllu heldur upplifun okkar á umhverfinu í gegnum hljóð og tólin sem hleypa hljóðinu lausu frekar en að temja víbrur þeirra. Þessi reynsla örvar huga og líkama til að ímynda sér veruleika umfram það sem sést við fyrstu sýn. Eftir stendur innsetning frá tónleikunum í stóra sal Listasafns Íslands.

Associated events: