Antti Laitinen

(FI)

Trjástrengjatríó er innsetning gerð úr fundnum trjáhlutum. Hangandi formin þrjú líkjast hljóðfærum sem spila blíðan hljóm. Listamaðurinn notar oft tré sem vaxa í nágrenni hans eða annan við sem hann finnur í umhverfi sínu í finnsku sveitinni. Því er viðurinn auðvelt efni til að vinna með og býður upp á ýmsa möguleika.

Antti Laitinen (f. 1975) býr og starfar í Somero í Finnlandi. Hann notar ljósmyndun, skúlptúra, myndbönd, gjörninga, innsetningar og konsept í verkum sínum.

Hann sækir innblástur í hversdagslegt umhverfi sitt með því að afbyggja það – safna, klippa, beygja, grafa og endurraða. Gerð verkanna krefst tíma og líkamlegrar áreynslu og hvetja verk hans okkur til umhugsunar um samband okkar við umhverfið.

Associated events: