Alma Heikkilä

(FI)

Alma Heikkilä (f. 1984) býr og starfar í Helsinki. Hún er stofnmeðlimur Mustarinda, þverfaglegs listhóps með aðsetur í hinum gamalgrónu skógum norðurhluta Finnlands þar sem hópurinn hýsir vinnustofudvöl fyrir verkefni á mörkum lista og vistfræði.

Heikkilä útskrifaðist frá Finnska listaháskólanum árið 2009. Hún hefur sýnt verk sín á einkasýningum í Kiasma, Helsinki (2019), Casco Art Institute, Utrecht (2018), Gallery Ama, Helsinki (2017, 2013) og víðar. Einnig hefur hún tekið þátt í tvíæringum í Fiskars í Finnlandi; Timisoara, Rúmenía; Gwanju, Suður-Kóreu. Árið 2014 hlaut hún Ducat-verðlaunin frá Finnska listafélaginu

Heikkilä er heilluð af samvinnu lífvera neðanjarðar, allt frá þráðormum til sveppa, gróa til mýsla (e. mycelium). Hún finnur form í skúlptúrum og stórum málverkum og leitast við að skapa rými fyrir manneskjur til að ímynda sér nálæg kynni eða upplifun af þeim ósýnilegu ferlum sem eiga sér stað í jarðveginum, oft aðeins sjáanlega í smásjá.

Associated events:

Alma Heikkilä. Wihurin säätiö. Kuva: Miikka Pirinen Copyright © 2022 Miikka Pirinen