Agnes Denes

(HU)

Denes kannar ótamdar, röklausar hliðar vísindanna og dregur fram í ljósið nauðsynlegar þversagnir sem list hennar tekst á við á einbeittan og samþjappaðan hátt.

Agnes Denes (f. 1931) er ungverskur listamaður sem býr og starfar í New York. Í síbreytilegri listsköpun sinni sem hófst á sjöunda áratug seinustu aldar, hefur hún stuðst við heimspeki, stærðfræði, málfræði, sálfræði, sagnfræði, félagsfræði, ljóðlist og tónlist. Hún fléttar saman list og vísindum svo úr verður óljós ráðgáta þekkingar.

Hún hefur tekið þátt í meira en 600 sýningum í galleríum og listasöfnum erlendis. Einkasýningar hennar hafa verið fluttar á stöðum þar á meðal Institute of Contemporary Arts, London (1979) and Corcoran Gallery of Art, Washington, DC (1974), 3); The Living Pyramid, Socrates Sculpture Park (2015); Ludwig Museum, Budapest (2008); Samek Art Gallery, Bucknell University, Lewisburg, PA (2003); and Herbert F. Johnson Museum of Art, Cornell University, Ithaca, NY (1992), The Shed, New York (2019).

Prentverkin sem eru til sýnis í Listasafni Íslands veita nýja innsýn í það hvernig við sjáum og skiljum heiminn. Stærðfræði og vísindi eru talin vera staðbundin og hlutlæg fyrirbæri og í verkum sínum leikur Agnes sér við að snúa þessum annars fyrirfram ákveðnu gildum á hvolf.

Associated events: