Aaloe-Ader-Flo-Künnap-Soosalu er hópur eistneskra listamanna, arkitekta og borgarskipulagsfræðinga sem eiga fulltrúa á Sequences með verki sínu O. Verkið var fyrst skapað fyrir LIFT11 – hátíð um innsetningar í borgarrými í Tallinn, Eistlandi.
O er risastór svartur bolti og rétt eins og í Blind Man’s Buff þegar leikarinn með bundið fyrir augun þreifar sig um í myrkrinu, táknar O myrka, óþekkta efnið sem nálgast okkur sem mikið afl sem ekki verður stöðvað. Það má líka líta á það sem kjarna jarðar. Einu sinni á hátíðinni er farið í gönguferð um borgina með O en annars hvílir verkið og andar hægt í Nýlistasafninu.