Endurheimt(a)

16.10.2021

–12.11.2021

13:00

–18:00

Árið 2019 tók hópur myndlistarkvenna sig saman og stofnaði Félag málandi kvenna. Hvati þess var margslunginn. Ein ástæðan var að skapa hóp þar sem listakonurnar gætu fundið styrk í samstöðunni, hjálpað hver annarri með ýmis hagnýt atriði og rætt sína myndlist. Það var því full ástæða til að auka sýnileika málandi kvenna. Nú er komið að fyrstu sýningu hópsins þar sem hluti af listakonunum sýna verk sín. Listafólkið er Andrea Aldan Hauksdóttir, Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir, Ásgerður Arnardóttir, Brynhildur Þórðardóttir, Dýrfinna Benita, Freyja Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Íris María Leifsdóttir, Kristín Morthens, Melkorka Þorkelsdóttir, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Sara Björk Hauksdóttir, Sif Stefánsdóttir, Sunneva Ása Weisshappel & Vera Hilmars. Samanlagt mynda þessar sextán myndlistarkonur yfirgripsmikla sýn á myndlist málandi kvenna af sinni kynslóð.

Sýningarstjórar eru Katerína Spathí & Þórhildur Tinna Sigurðardóttir.

Credit: Janosch Kratz