Sequences fagnar þriggja ára samstarfssamningi við Reykjavíkurborg

From the opening of Daybreak, Forever, 2.0, by Ragnar Helgi Ólafsson. The work was installed in a tiny space on the harbour on the occasion of the 10 year anniversary of Sequences in 2016. The work was open 24/7 for 365 days.

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um styrkveitingar til menningarstarfsemi borgarinnar og fögnum við áframhaldandi samstarfi við Reykjavíkurborg næstu þrjú árin. Stuðningur borgarinnar er Sequences mikilvægur og gerir ábyrgðaraðilum hennar kleift að gera lengritíma áætlanir. Sem endranær hefur Sequences það að markmiði að vera vettvangur frumkvæðis, tilrauna og áræðni og stuðla að gerð nýrra verka og sýna framsækna myndlist. 

Við þökkum það lán að búa hér við möguleika á svo öflugum stuðningi við margbreytilega og óháða menningarstarfsemi. Styrkveiting fór fram í Iðnó í gær og má hér líta yfir úthlutanir.

Undirbúningur fyrir tíundu Sequences hátíðina er nú í gangi og mun hún opna að hausti 2021.

Related