Sequences XII: Pása – Hátíðarkynning

Anonymous, Unitled, Lagos, c.1990s from the series Archive of Becoming. Courtesy of Lagos Studio Archives.

Tólfta útgáfa Sequences – Rauntíma listahátíðar ber titilinn Pása og býður gestum að staldra við á tímum sem einkennast af sífellt auknum hraða. Hátíðin leggur áherslu á hæglæti og vinnuferla sem skapa rými fyrir dýpri og varanlegri upplifanir.

Dagana 10.–20. október 2025 leiðir Sequences XII saman bæði alþjóðlega og íslenska listamenn í tíu daga dagskrá sem samanstendur af sýningum og viðburðum sem hvetja áhorfendur til að staldra við og upplifa list sem rými til íhugunar, upplifunar og nýrrar skynjunar á tíma.

Meðal þátttakenda eru alþjóðlega þekktir listamenn á borð við Sheidu Soleimani, Sasha Huber, Santiago Mostyn og Tabitu Rezaire, ásamt virtum íslenskum listamönnum eins og Rögnu Róbertsdóttur og Sigurði Guðjónssyni. Einnig tekur þátt fjöldi listamanna hópa, þar á meðal Fischersund Collective og Lucky 3, auk fjölda annarra.

Þrjár aðal sýningar hátíðarinnar fjalla um pólitík og tíma:

• Pólitískur tími — verk sem fjalla um upplifun og stjórnmál tíma, sérstaklega í tengslum við jaðarsetta samfélagshópa og sögur þeirra. Handan Tímans í Nýlistasafninu sýnir verk eftir Sasha Huber, Santiago Mostyn, Sheida Soleimani, Lagos Studio Archives og Ina Nian, og skoðar tíma í tengslum við jaðarsetta hópa og sögur þeirra.

• Náttúrulegur tími — verk sem varpa ljósi á takt náttúrunnar, allt frá örsmáum vexti til jarðfræðilegra umbreytinga, og hvetja okkur til að sjá tímann á skala sem nær langt út fyrir þann mannlega. Setminni í Norræna húsinu sýnir verk eftir Rögnu Róbertsdóttur, Rhodu Ting og Mikkel Bojesen, Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Ernu Skúladóttur, Thomas Pausz, Pétur Thomsen, Wauhaus og Julie Sjögn Gasiglia, og speglar náttúruleg kerfi, hringrásir og spor sem felast í umhverfinu.

• Upplifun tíma — verk og innsetningar sem byggja á tíma og skynrænni þátttöku og bjóða upp á hugleiðandi upplifun. Í Kling & Bang mótast tvær skynrænar innsetningar: Tæring eftir Fischersund Collective og Field eftir Sigurð Guðjónsson, sem hvor um sig umbreytir sýningarrýminu í vettvang djúprar upplifunar.

Samhliða þessum sýningum verða settar upp innsetningar, gjörningar, vídeólist, listamannaspjöll og pallborðsumræður víðsvegar um Reykjavík og nágrenni. Meðal þeirra viðburða sem boðið verður uppá eru:

• Flot upplifun og gjörning í Hvammsvík eftir Maija Mustonen og Hrefnu Lind Lárusdóttir.

Lucky 3 sýnir gjörning í Listasafni Reykjavíkur

Rósa Ómarsdóttir frumsýnir dansverk um opnunarhelgina í Norræna húsinu.

• Matargjörningur og kvöldverður eftir Hugo Llanes og Catherine Rivadeneyra Bello í Safnahúsinu.

• Tónleikar og gjörningar eftir Hildi Elísu Jónsdóttur, Elju og Nýlókórinn ásamt Adam Buffington, sem færir þema hæglæti yfir í hljóð, bragð og sameiginlega upplifun í Safnahúsinu.

Hátíðar dagskrá verður tilkynnt í heild sinni á næstu vikum. Í ár fer hátíðin fram víðs vegar um borgina í samstarfi við fjölda listastofnana, þar á meðal Nýlistasafnið, Kling & Bang, Norræna húsið, Ásmundarsalur, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Hvammsvík náttúruböð.

Pása varpar ljósi á listamenn sem byggja vinnu sína á langtímarannsóknum. Margir þátttakendanna hafa varið árum — jafnvel áratugum — í að rekja eitt viðfangsefni, kerfi eða spurningu og leyfa verkum sínum að þróast hægt yfir lengri tíma. Þessi útgáfa hátíðarinnar viðurkennir hæglæti ekki aðeins sem upplifun fyrir áhorfendur heldur sem aðferð í listrænni framkvæmd: skuldbindingu við lengd, dýpt og nákvæma athygli. Hvort sem um er að ræða sögulegar frásagnir eða efniskennd sýna þessir listamenn hvernig rannsóknardrifnar aðferðir geta víkkað skilning okkar á sjálfum tímanum.

Listamenn:

Hrund Atladóttir (IS)

Fischersund Collective (IS)

Julie Sjöfn Gasiglia (IS/FR)

Sigurður Guðjónsson (IS)

Sasha Huber (FI/CH/HT)

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar (IS)

Anna Hallin og Olga Bergmann (IS)

Hildur Elísa Jónsdóttir og Elja (IS)

Lagos Studio Archives (Karl Ohiri og Riikka Kassinen) (FI/UK)

Klāvs Liepiņš (IS/LV)

Hugo Llanes og Catherine Rivadeneyra Bello (IS/MX)

Lucky 3 (IS)

Maija Mustonen, Hrefna Lind Lárusdóttir, Ami Karvonen og Rusto Myllylahti / Elatu Nessa (FI/IS)

Santiago Mostyn (SE/US)

Ina Nian (SE)

Nýló Choir and Adam Buffington, Tara and Silla og Þórunn Dís Halldórsdóttir (IS)

Rósa Ómarsdóttir (IS)

Thomas Pausz (IS/FR)

Frederique Pisuisse (NL)

Pétur Thomsen (IS)

Ragna Róbertsdóttir (IS)

Tabita Rezaire (FR/GY)

Petri Saarikko (FI)

Erna Skúladóttir (IS)

Sheida Soleimani (US)

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson (IS/UK)

Rhoda Ting og Mikkel Bojesen (AUS/DK)

WAUHAUS (FI)

Related