Vaim Sarv in collaboration with Ásta Fanney - Performance

21.10.2023

15:00

Fyrir Sequences XI leysir Vaim Sarv úr samsæristengslum milli munnlegra hefða og tilraunastarfa frá jaðrinum.

Dagskrá hennar opnar miðvikudaginn með sóló athöfn, þvínæst verða tónleikar fimmtudaginn með tilraunatónlistarmanninum Flaaryr á gítar, hluti og raftæki.

Þriðji viðburðurinn fer að lokum fram laugar-daginn 21. október með listamanninum og skáldinu Ástu Fanneyju.

Vaim og Ásta munu spila leik með röddum sínum, tveimur prikum, steinum og vatni. Dagskránni lýkur með sam- eiginlegri máltíð og spjalli við áhorfendur og listamenn. Með dagskránni er lagt upp með að núningur sé eitthvað sem tilrauna- kennd listiðkun eigi sameiginlegt með munnlegum hefðum.

Og að þessi núningur milli einstaklinga, listsköpunar og sam- félaga geti nýst sem gagnkvæm uppspretta, sem afl sem brýtur upp og endurnýjar venjur okkar við samveru.

Ásta Fanney Sigurðardóttir (f. 1987) er listakona og skáld. Hún vinnur meðal annars með tóna, hljóð og orð í verkum sínum, ásamt gjörningum. Verk hennar hverfast oft um hið óvænta og fáránlega þar sem mörk ólíkra miðla mást út. Árið 2018 sýndi hún gjörningaverkið Lunar-10.13 & Gáta Nórensu á Listahátíð í Reykjavík, þar sem ljóð, tónlist, innsetningar og gjörningar runnu saman í eitt. Meðal verka hennar er þorskaópera, raulkórverk, hljóðaljóðakórverk og sérhljóðatónverk. Nýjasta bók hennar nefnist Gluggi – draumskrá sem er skrásetning á draumum. Ásta hefur flutt tónverk sín, ljóð og gjörninga á ýmsum hátíðum og sýningum bæði hérlendis og erlendis. Hún var handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2017 og var tilnefnd til Bernard Heidsieck-verðlaunanna í Pompidou árið 2021.

(US/EE)

Vaim Sarv (f. 1997) er tilraunakenndur tónlistarmaður og söngvari. Hún blandar frjálsum spuna við hávaða og heiðnar munn- legar hefðir. Hann stökkbreytir rödd sinni með raddtækni og lifandi rafeindatækni og vinnur að dýrslegu, vélrænu hljóði sem er samofið textum og töluðu máli.