Berghall, samstarfsverkefni íslensku listakonunnar Olgu Bergmann og sænsku listakonunnar Önnu Hallin sem er búsettar eru í Reykjavík, skapar þverfagleg verk sem sameina skúlptúr, innsetningar, vídeó og teikningu með hugmyndafræði tilraunavísinda og ímyndaðrar fornleifafræði.
Samdreymi (Social Dreaming) opnast í gegnum röð draumkenndra sena þar sem kvikmyndaupptökum, ljósmyndum og hreyfimyndum er blandað saman í fljótandi ferðalag þar sem ein sýn leysist upp í þá næstu. Textabrot birtast á skjánum eins og skilaboð úr undirmeðvitundinni sem leiða áhorfandann í gegnum stöðugar breytingar – á milli hins mannlega og dýrslega, einstaklings og fjölda, staðar og staðleysu – í draumaheimi sem byggir á samlífi ólíkra lífvera. Verkið endurómar vangaveltur Ursula K. Le Guin um félagslegt draumferli: að draumar geti frelsað okkur frá hömlum sjálfsins, látið okkur finna ótta og þrár annarra og jafnvel afhjúpað það sem við vissum ekki að við vissum.
Frederique Pisuisse (f. 1986, Hollandi) býr og starfar í Amsterdam. Hún nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam, Goldsmiths-háskólann í London og sálfræði við Háskólann í Groningen. I’m Just Lying There og Tripsitter eru tilraunakenndar stuttmyndir sem kanna flækjur minninga, áfalla og skynjunar í gegnum persónulegar og líkamlegar frásagnir. I’m Just Lying There er blanda af skáldskap og endurminningum um samband ungrar stúlku og eldri manns, þar sem ljóð, popplög og súrrealískar myndir – til dæmis afrísk sniglafjölskylda sem skríður yfir líkama – eru notuð til að rannsaka löngun og hættu. Myndin leikur sér með togstreitu milli varnarleysis og fjarlægðar, og speglar kvenlega sjálfsmynd, sjálfræði og pólitík þess áhorfanda og viðfangs. Tripsitter fylgir afleiðingum áfallaríkrar DMT-reisu, þar sem ljóðrænn texti er fléttaður við stafrænt landslag til að kanna upplausn sjálfsins, ayahuasca-helgisiði og bataferli frá firringar- og óraunveruleikaröskun.
Hrund Atladóttir vinnur með vídeólist, hljóð og tímatengda miðla. Innsetningar hennar sameina gjarnan vísindalegar athuganir og persónulega frásögn, og bjóða áhorfendum inn í rými þar sem goðsögn og umhverfisvá mætast. Cloudland / Bólstraborg reikar um kyrrð íslenskrar sumarnætur, þar sem tvær verur dvelja í grasinu, áhyggjulausar og óbundnar. Umhverfis þær hljóma mjúk köll fuglanna á meðan þokan rís hægt upp frá ánni, og verkið fangar andartak kæruleysis og róar — rými þar sem ekkert þarf að gerast. Ljós teygir sig í gegnum nóttina og heldur á lofti ástandi á milli nærveru og fjarveru, leiða og kyrrðar. Í þessari kyrrlátu stemningu slaknar taki tímans, og sún einfalda gjörð að vera í náttúrunni umbreytist í hvíld og minningu, sem samtímis er hverful og eilíf.