Sýningaropnun Sequences XI: Get ekki séð - NEÐANJARÐAR

13.10.2023

–13.10.2023

17:00

Verið velkomin á opnunarviðburð Sequences XI: Get ekki séð.

Dagskráin hefst á gjörningnum O. eftir listahópinn Aaloe-Ader-Flo-Künnap-Soosalu sem mun færast frá Hafnarhúsi í átt að Marshallhúsi milli 16.00 og 17.00 og eiga sér samastað í Nýlistasafninu yfir sýningartímabilið.

Í Nýlistasafninu mun Johanna Hedva sýna gjörninginn Fist kl. 17.00 og í framhaldi opna fyrstu tveir kaflar sýningarnar, Get ekki séð – JARÐVEGUR  í Kling & Bang og – NEÐANJARÐAR í Nýlistarsafninu.

Listamaðurinn og kokkurinn Pola Sutryk býður upp á æta innsetningu í Kling & Bang.