Sequences XII: Pása býður þér á listamannaspjall með Petri Saarikko, þar sem hann mun fara yfir listferli sín og þáttöku í hátíðinni í ár.
Samtalið fer fram innan við sýningunni Lullaby Nest, nýjasta kaflinn í Remedies seríu listamansins sem hefur kannað heilun þvert á menningarheima síðan 2010. Verkið var skapað með tónlistarmanninum Matshidiso og veltir upp vögguvísunni sem fornri, alhliða umhyggjuathöfn sem hægir á andardrætti og hjartslætti og skapar rými fyrir hvíld. Blíðar, endurteknar og hughreystandi, vögguvísur fara út fyrir tungumál og bera með sér sameiginleg laglína og hrynjandamynstur sem róa bæði börn og fullorðna. Þetta verkefni heiðrar þá arfleifðu þekkingu að syngja huggun í svefn og varðveitir tímalausa og þvermenningarlega hljómgrunn hennar.
Viðburðurinn er hluti af Sequences, fer fram á ensku og er ókeypis og opinn öllum.
Petri Saarikko (f. 1973, Finnland) er myndlistarmaður sem vinnur með sjónræna miðlun í Helsinki. Sasha Huber (f. 1975, Zürich, Sviss) er myndlistarmaður sem búsett er í Helsinki og er af svissnesk-haitískum uppruna. Lullaby Nest markar nýjan kafla í Remedies seríunni, sem hófst árið 2010 og kannar ólíkar lækningaaðferðir í mismunandi landfræðilegu og menningarlegu samhengi. Í samstarfi við tónlistarkonuna Matshidiso beina þau sjónum að fornum hefðum vögguvísunnar sem leið til að skapa rými og tíma fyrir hvíld og svefn. Þessi nána athöfn – að hugga barn til svefns – er ævaforn, arfbundin þekking sem er djúpt gróin í mannlega reynslu. Þvert á menningarheima eru vögguvísur byggðar upp af svipuðum laglínum og hrynjandi. Þær eru mildar, endurtekningasamar og seiðandi – og hægja á hjartslætti og öndun bæði barna og fullorðinna. Óháð tungumáli búa vögguvísur alltaf yfir róandi og næstum dáleiðandi eiginleikum til þess að svæfa börn.
Sasha Huber (f. 1975, Zürich, Sviss) er svissnesk-haitísk-finnsk listakona sem vinnur með nýlenduarfinn, sögulegt ofbeldi og pólitíska minnisvarða. Hún endurheimtir frásagnir sem hafa verið þaggaðar niður og skoðar hvernig nýlenduherra hefur verið minnst og þeir heiðraðir. Langtímarannsókn hennar á sögu aðgerða og viðgerðartengdu minni er miðlæg í listsköpun hennar. Með gjörningum og íhlutandi aðferðum – eins og táknrænum „endurnefningum“ eða „endurheimtum“ landslags – ögrar hún ríkjandi söguskráningu og undirstrikar mikilvægi réttarbóta og endurreisnar.
Verkin Tailoring Freedom og Land Back Now eru ströng og ljóðræn viðbragðsverk – verkefni sem gera sýnileg tengsl sögu, minnis og óréttlætis með látbragði, endurtekningu og efni. Í Tailoring Freedom býr Huber til viðkvæmar, stingandi portrettmyndir af fyrrum þrælum sem börðust fyrir frelsi sínu í haitísku byltingunni, einstaklingum sem Louis Agassiz tók myndir af í kringum1850, við Harvard í grimmilegum tilgangi kynþáttafræðilegra gervivísinda. Þessar sömu myndir voru nýlega í brennidepli dómsmáls sem Tamara Lanier, afkomandi Renty, höfðaði gegn Harvard og vann, þar sem hún mótmælti eignarrétti skólans yfir myndunum. Í Land Back Now beinir Huber sjónum að Morse-kóðanum og skapar skúlptúrverk sem stafa kröfur um fullveldi frumbyggja með takti og endurtekningu. Morse-kóðinn virkar bæði sem tungumál og skúlptúrform – kóði sem þarf að lesa í gegnum hægagang, snertingu og þýðingu. Þessar punktalínur enduróma saumspor Tailoring Freedom; bæði verkin snúast um það hvernig mótspyrnu er miðlað í gegnum tímann, hvernig sögur lifa af í brotakenndum eða dulbúnum myndum.