RASK: Interactive art – WORKSHOP

16.10.2021

–17.10.2021

10:00

–16:00

Námskeið með Sól Ey.

Gagnvirk list. Forritun með skynjurum og Arduino.

Þetta námskeið verður tilraunasmiðja með fókus á gagnvirkni og tengingu milli mismunandi miðla. Þáttakendur munu fá kynningu á mismunandi skynjurum og raftækni, og gera tilraunir með því að nota til dæmis ljós, hreyfingar og hljóð til þess að hafa áhrif á … Þáttakendur eru velkomnir að taka með sér verk í vinnslu sem þau vilja þróa eða bæta gagnvirkum parametrum á. Engin fyrri reynsla er nauðsynleg. Öll verkfæri og efniviður verður til staðar en þáttakendur eru hvattir til að taka með eigin tölvu ef möguleiki er á.

Erfiðleikastig: Byrjendur
Tungumál: Íslenska. Túlkar í boði sé þess óskað.
Efniviður: Notað verður forritið Arduino og byrjendarafmagnstækni (eingöngu frumgerðarefni, engir lóðboltar). Hægt verður að tengja forritið við önnur forrit eins og Max, Ableton, og fleira.

Hámark 10 þáttakendur.
Vinsamlegast skráið ykkur hér: https://forms.gle/u5Fg9wKf6qb9tWKs7

(IS / DK / CZ)

RASK er hópur ungra íslenskra listamanna sem vinna þverfaglega á sviði lista og nýsköpunar. Markmið okkar eru að vinna að aðgengi að tæknivinnu og skapandi rými fyrir þverfaglegt samstarf, og efla þannig fjölbreytileika. RASK raflistanámskeiðin er skref í átt að því að bjóða nýjar raddir velkomnar á sviðið, en sérstaklega fyrir konur og minnihlutahópa. Við lítum á það að gera hvetjandi og aðlaðandi námsumhverfi sem skref í átt að fjölbreyttara umhverfi innan tækni og listar.