Gabriel (1976), sem er eina kvikmyndin sem Agnes Martin gerði um ævina, er 78 mínútna löng, tekin upp í suðvesturhluta Bandaríkjanna (Nýju Mexíkó, Kaliforníu, Colorado) og fylgir eftir drengnum Gabriel á ferð í náttúrunni. Lokadagskrárliður Sequences ix er þessi konfektmoli Agnes Martin sem sýndur verður í Bíó Paradís síðdegis (kl. 18) á sunnudag. Á milli þess sem við horfum á piltinn á gangi eftir skógarstígum, fjalllendi og meðfram lækjarfarvegum beinist sjónarhornið að náttúrufyrirbærum en myndin hefur að geyma löng nærmyndaskot af blómum, trjám, vatni og eyðimerkursandi svo dæmi séu tekin. Gabriel er tekin á handhelda kvikmyndavél sem Martin stjórnar sjálf og vel má skynja persónulegt handbragð hennar í eilítið flöktandi kvikmyndatökunum. Ef undan eru skilin stutt brot úr Goldberg-tilbrigðum J. S. Bachs sem hljóma af og til, nokkrar mínútur í senn, er kvikmyndin þögul. Sjálf sagði Agnes Martin að Gabriel væri mynd um fegurð, sakleysi og alsælu sem eru lykilhugtök í höfundaverki listakonunnar.
Miðar eru fáanlegir á tix.is og við innganginn.
– – – – – – – – – –
Gabriel (1976), the only film Agnes Martin made in her lifetime, is 78 minutes long, filmed in the American Southwest (New Mexico, California, Colorado) and follows the boy Gabriel on a journey into nature. Between what we watch of the young boy walking along forest paths, mountains and beside streams, focus is upon the natural phenomena. The film has long, close-up shots of flowers, trees, water and desert sand for example. Gabriel was filmed on a handheld camera that Martin herself controlled, and the sense of her personal hand in the slight flickering of the filming is present. If not for the fragments of the Goldberg Variations of J.S Bach, that sound here and there for a few minutes at a time, the film is silent. Agnes Martin said herself that Gabriel was a film of beauty, innocence and ecstasy, all key concepts in the work of the artist.
Bíó Paradís, sunday october 20 at 18.00
Tickets are available on tix.is and at the entrance (if available)