Endurómur safnar saman myndbandsverkum sem fjalla um hæglæti, endurkomu og það hvernig hreyfimynd getur haldið athygli áhorfenda. Sýningin verður að rými þar sem upphaf og endir leysast upp og okkur er boðið upp á að lifa okkur inn í fíngerðar breytingar og landslag sem hafnar línulegri þróun og fagnar þess í stað mjúkum þrálátum takti lykkjunnar.
Berghall, samstarfsverkefni íslensku listakonunnar Olgu Bergmann og sænsku listakonunnar Önnu Hallin sem er búsettar eru í Reykjavík, skapar þverfagleg verk sem sameina skúlptúr, innsetningar, vídeó og teikningu með hugmyndafræði tilraunavísinda og ímyndaðrar fornleifafræði.
Samdreymi (Social Dreaming) opnast í gegnum röð draumkenndra sena þar sem kvikmyndaupptökum, ljósmyndum og hreyfimyndum er blandað saman í fljótandi ferðalag þar sem ein sýn leysist upp í þá næstu. Textabrot birtast á skjánum eins og skilaboð úr undirmeðvitundinni sem leiða áhorfandann í gegnum stöðugar breytingar – á milli hins mannlega og dýrslega, einstaklings og fjölda, staðar og staðleysu – í draumaheimi sem byggir á samlífi ólíkra lífvera. Verkið endurómar vangaveltur Ursula K. Le Guin um félagslegt draumferli: að draumar geti frelsað okkur frá hömlum sjálfsins, látið okkur finna ótta og þrár annarra og jafnvel afhjúpað það sem við vissum ekki að við vissum.
Frederique Pisuisse (f. 1986, Hollandi) býr og starfar í Amsterdam. Hún nam við Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam, Goldsmiths-háskólann í London og sálfræði við Háskólann í Groningen. I’m Just Lying There og Tripsitter eru tilraunakenndar stuttmyndir sem kanna flækjur minninga, áfalla og skynjunar í gegnum persónulegar og líkamlegar frásagnir. I’m Just Lying There er blanda af skáldskap og endurminningum um samband ungrar stúlku og eldri manns, þar sem ljóð, popplög og súrrealískar myndir – til dæmis afrísk sniglafjölskylda sem skríður yfir líkama – eru notuð til að rannsaka löngun og hættu. Myndin leikur sér með togstreitu milli varnarleysis og fjarlægðar, og speglar kvenlega sjálfsmynd, sjálfræði og pólitík þess áhorfanda og viðfangs. Tripsitter fylgir afleiðingum áfallaríkrar DMT-reisu, þar sem ljóðrænn texti er fléttaður við stafrænt landslag til að kanna upplausn sjálfsins, ayahuasca-helgisiði og bataferli frá firringar- og óraunveruleikaröskun.
Hrund Atladóttir vinnur með vídeólist, hljóð og tímatengda miðla. Innsetningar hennar sameina gjarnan vísindalegar athuganir og persónulega frásögn, og bjóða áhorfendum inn í rými þar sem goðsögn og umhverfisvá mætast. Cloudland / Bólstraborg reikar um kyrrð íslenskrar sumarnætur, þar sem tvær verur dvelja í grasinu, áhyggjulausar og óbundnar. Umhverfis þær hljóma mjúk köll fuglanna á meðan þokan rís hægt upp frá ánni, og verkið fangar andartak kæruleysis og róar — rými þar sem ekkert þarf að gerast. Ljós teygir sig í gegnum nóttina og heldur á lofti ástandi á milli nærveru og fjarveru, leiða og kyrrðar. Í þessari kyrrlátu stemningu slaknar taki tímans, og sún einfalda gjörð að vera í náttúrunni umbreytist í hvíld og minningu, sem samtímis er hverful og eilíf.
Klāvs Liepiņš (b. Latvia) is a filmmaker and visual artist whose practice moves between cinema, performance, and installation. His work often lingers in the in-between where silence, gesture, and atmosphere carry as much weight as narrative. Godspeed (2025) is a short film shot between Iceland and Latvia, starring Sandis Liass and Klāvs Liepiņš, with an original score by Julius Pollux and cinematography by Renāte Feizaka. Set against a decaying post-Soviet landscape, the film follows two men in a quiet, unhurried confrontation with memory and farewell. Rather than building toward drama or resolution, Godspeed dwells in stillness, the pauses, glances, and gestures that mark the unspoken. It is a meditation on love, closure, and the sacredness of letting go, where the fragility of human connection is held with tenderness against the backdrop of time and decay.
Rhoda Ting (f. 1985, Ástralía) og Mikkel Bojesen (f. 1988, Danmörk) eru listamannatvíeyki með aðsetur í Kaupmannahöfn sem starfa á mörkum lista og vísinda. Þau beina athyglinni að virkni ómannlegra fyrirbæra og mögulegum framtíðarsviðsmyndum, og nýta lifandi lífverur og rannsóknarefni í skúlptúr- og gjörninga innsetningar. Með þverfaglegu samstarfi ögra þau mannmiðaðri frásögn og leggja til nýjar leiðir til samlífis. Í samstarfi við vísindamenn vinna þau með bakteríur, gró og aðrar lífverur til að gera ósýnileg ferli jarðar sýnileg. Með því að rækta lifandi kerfi í skúlptúrlegu samhengi beina þau sjónum að samvinnu milli tegunda og tímaskölum sem eru langt handan mannlegrar skynjunar.
Deep Time býður áhorfendum að stíga út úr þröngum ramma mannlegs tímaskyns og gera sýnilega jarðfræðilega tímaskala sem urðu til á undan mannkyninu og munu vara löngu eftir það. Með því að kynna þróunarsafn jarðarinnar setur verkið mannlega tilvist í samhengi sem smávægilegt augnablik í sögu plánetunnar. Áhrifin eru bæði auðmýkjandi og hugleiðandi – áhorfandinn neyðist til að sleppa tökum á hraða og flýti og taka í staðinn upp jarðfræðilegt þolgæði og heimsfræðilega íhugun.
Rhizome færir hins vegar smásjárlífið í brennidepil, þar sem áherslan er á samtvinnuð, ólínuleg og dreifð net svepparíkisins. Innsetningin, sem samanstendur af petrískálum með lifandi sveppum, virkar sem lifandi kerfi – hægt, ófyrirsjáanlegt samstarf á milli listar og lífvera. Með þessum hætti tileinkar tvíeykið sér bókstaflega hugmyndafræði „hægrar listar“: verkið þróast með tímanum, breytist ófyrirsjáanlega og hafnar sýningarlegum yfirborðsáhrifum. Verkefni þeirra ögra ekki aðeins athyglisgáfu áhorfandans heldur einnig skilningi hans á þróunar-, vistfræðilegum og fagurfræðilegum kerfum.
Santiago Mostyn (f. 1981, San Francisco, Bandaríkin) er trínidadísk-amerískur listamaður með aðsetur í Svíþjóð. Hann vinnur þvert á miðla – kvikmyndir, innsetningar og ljósmyndun – þar sem hann rannsakar nýlenduarfleifð, minningar dreifðra samfélaga og pólitík framsetningar. Oft fléttar hann saman efni úr skjalasöfnum og ljóðrænum persónulegum frásögnum. Verk hans kanna hvernig líkamar svartra og jaðarsettra hópa hreyfast í gegnum opinbert rými, sögu og tíma. Hann vinnur með brotakenndar frásagnir sem spegla klofna reynslu svartra í vestrænum samfélögum. Með því að sameina skjalafilmur, persónuleg gögn og hægt flæði myndefnis vekur Mostyn tilfinningu fyrir arfgengri áfallasögu og togstreituna á milli þess að tilheyra og vera útilokaður.
Red Summer Edit (New Jewel) flettir varlega ofan af því hvernig tilfærsla og nýlendustefna rjúfa sjálfsmynd og minningar með tímanum. Með myndmáli sem vísar til pólitískrar sögu Karíbahafsins, borgaralegra átaka í Bandaríkjunum og frelsishreyfinga, mótar Mostyn fagurfræði rofs – sem hafnar línulegum frásögnum opinberrar söguskráningar. Ljósmyndaröð hans skoðar hvernig svartir líkamar eru neyddir til að upplifa tímann á öðrum forsendum. Með því að flétta saman persónulega, pólitíska og sameiginlega tíma sýnir Red Summer Edit klofna hrynjandi tilvistar tvístraðra hópa.
Sasha Huber (f. 1975, Zürich, Sviss) er svissnesk-haitísk-finnsk listakona sem vinnur með nýlenduarfinn, sögulegt ofbeldi og pólitíska minnisvarða. Hún endurheimtir frásagnir sem hafa verið þaggaðar niður og skoðar hvernig nýlenduherra hefur verið minnst og þeir heiðraðir. Langtímarannsókn hennar á sögu aðgerða og viðgerðartengdu minni er miðlæg í listsköpun hennar. Með gjörningum og íhlutandi aðferðum – eins og táknrænum „endurnefningum“ eða „endurheimtum“ landslags – ögrar hún ríkjandi söguskráningu og undirstrikar mikilvægi réttarbóta og endurreisnar.
Verkin Tailoring Freedom og Land Back Now eru ströng og ljóðræn viðbragðsverk – verkefni sem gera sýnileg tengsl sögu, minnis og óréttlætis með látbragði, endurtekningu og efni. Í Tailoring Freedom býr Huber til viðkvæmar, stingandi portrettmyndir af fyrrum þrælum sem börðust fyrir frelsi sínu í haitísku byltingunni, einstaklingum sem Louis Agassiz tók myndir af í kringum1850, við Harvard í grimmilegum tilgangi kynþáttafræðilegra gervivísinda. Þessar sömu myndir voru nýlega í brennidepli dómsmáls sem Tamara Lanier, afkomandi Renty, höfðaði gegn Harvard og vann, þar sem hún mótmælti eignarrétti skólans yfir myndunum. Í Land Back Now beinir Huber sjónum að Morse-kóðanum og skapar skúlptúrverk sem stafa kröfur um fullveldi frumbyggja með takti og endurtekningu. Morse-kóðinn virkar bæði sem tungumál og skúlptúrform – kóði sem þarf að lesa í gegnum hægagang, snertingu og þýðingu. Þessar punktalínur enduróma saumspor Tailoring Freedom; bæði verkin snúast um það hvernig mótspyrnu er miðlað í gegnum tímann, hvernig sögur lifa af í brotakenndum eða dulbúnum myndum.
Tabita Rezaire (f. 1989, París, Frakkland) er frönsk-gvænesk-dönsk listakona, heilari og fræðimaður í tækni- og stjórnmálum. Verk hennar tengja stafræna tækni, andlega iðkun og arfbundna þekkingu. Hún skapar umlykjandi vídeóverk, gjörninga og innsetningar sem fjalla um nýlenduarf, netfemínisma og lækningapólitík.
Í Deep Down Tidal skoðar Rezaire hafið bæði sem myndlíkingu og innviði – þar sem leyndar sögur nýlendustefnu, fólksflutninga og samskipta eru falin í undirdjúpunum í gagnastrengjum hafsins. Hún fellir saman hið náttúrulega og stafræna, hið heilaga og hversdagslega, hið liðna og hið ókomna. Verk Rezaire hafnar nýlendubundnu sundrungamynstri með því að tengja áhorfandann aftur við óvestrænar þekkingarleiðir, endurreisir slitnar ættarsögur og leggur til nýjar tímaskynjanir sem byggja á tengslum, helgisiðum og kosmískri jafnvægisleit.
Thomas Pausz (f. 1978, Frakkland) er myndlistarmaður og hönnuður sem býr í Reykjavík. Thomas gerir skúlptúra og hugmyndafræðileg verk sem kanna siðfræði póst húmanismans, vistfræðilegar spurningar, frásagnir af umhverfinu og möguleika á samlífi tegunda. Innsetningar Pausz kalla gjarnan fram blandaðra heima sem eru á mörkum náttúrlegra kerfa og mannlegrar íhlutunar. Vistfræðileg miðlun hans skapar „núningsfleti“ milli lífvera og tækni og rannsakar draugalega skörun líffræði, tölvunar og vistfræðilegrar siðfræði.
Í verki sínu Double Capture býður hann okkur inn í nána, skynræna kóreógrafíu frævunar — ekki einungis sem líffræðilegs ferlis, heldur sem tímabundins, gagnkvæmt flutnings milli tegunda. Gróðurhúsið verður að lifandi hljóðfæri, stilltu á leyndu merkin sem blóm og frævandi skordýr skiptast á: titrandi tungumál snertingar, litar, ilms og ósýnilegra rafsegulpúlsa. Double Capture vísar til sjálfrar frævunarinnar, þar sem blómið „grípur“ frævandann — og öfugt.