RASK: Augmenting reality with light - WORKSHOP

23.10.2021

–24.10.2021

10:00

–16:00

Myndvörpun og rými.
Kynning á VJing og videomapping.

Markmiðið með þessu námskeiði er að kynna þáttakendur fyrir möguleikum myndbandsvörpunar, myndbandshönnunar og notkun þess sem lifandi flutnings. Mismunandi aðferðir verða kynntar til þess að búa til myndbandsvörpun fyrir lifandi flutning. Þáttakendur munu fá leiðsögn til að setja upp sviðsmynd, undirbúa myndefnivið og ramma myndflötinn með skjávarpa til að flytja lifandi myndefni.

Erfiðleikastig: Byrjendur.
Tungumál: Enska. Túlkar í boði sé þess óskað.
Forrit: Resolume

Þáttakendur eru hvattir til að taka með sér tölvu ef möguleiki er á, með myndbandstengi (HDMI, VGA, DVI, displayport). Snjallsímar eða myndavél er líka kostur.

Hámark 10-12 þáttakendur.

Vinsamlegast skráið ykkur hér: https://forms.gle/u5Fg9wKf6qb9tWKs7

(IS / DK / CZ)

RASK er hópur ungra íslenskra listamanna sem vinna þverfaglega á sviði lista og nýsköpunar. Markmið okkar eru að vinna að aðgengi að tæknivinnu og skapandi rými fyrir þverfaglegt samstarf, og efla þannig fjölbreytileika. RASK raflistanámskeiðin er skref í átt að því að bjóða nýjar raddir velkomnar á sviðið, en sérstaklega fyrir konur og minnihlutahópa. Við lítum á það að gera hvetjandi og aðlaðandi námsumhverfi sem skref í átt að fjölbreyttara umhverfi innan tækni og listar.