Ásta Fanney: ​​Munnhola, obol ombra houp-là (a series of performances)

24.10.2021

20:00

Munnhola, obol ombra houp-là (a series of performances) eftir listakonuna og skáldið Ástu Fanney Sigurðardóttur er safn gjörninga þar sem hljóð, ljóð, hljóðaljóð, tónar, stafir, orð og orðlausar senur mynda saman súrrealískan draumheim skynjunar. Í verkinu er röddin rannsökuð sem einstakur miðill og virkar sem þráður í gegnum ferðalag af táknum, stöfum og tengingu mannsins við náttúru, tungumál, tækni, leiki og dægurmenningu. Verkið er frumsýnt á Sequences x: Kominn tími til.

Ásta Fanney Sigurðardóttir (f. 1987) er listakona og skáld. Hún vinnur meðal annars með tóna, hljóð og orð í verkum sínum, ásamt gjörningum. Verk hennar hverfast oft um hið óvænta og fáránlega þar sem mörk ólíkra miðla mást út. Árið 2018 sýndi hún gjörningaverkið Lunar-10.13 & Gáta Nórensu á Listahátíð í Reykjavík, þar sem ljóð, tónlist, innsetningar og gjörningar runnu saman í eitt. Meðal verka hennar er þorskaópera, raulkórverk, hljóðaljóðakórverk og sérhljóðatónverk. Nýjasta bók hennar nefnist Gluggi – draumskrá sem er skrásetning á draumum. Ásta hefur flutt tónverk sín, ljóð og gjörninga á ýmsum hátíðum og sýningum bæði hérlendis og erlendis. Hún var handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2017 og var tilnefnd til Bernard Heidsieck-verðlaunanna í Pompidou árið 2021.

Still from the film / Stilla úr kvikmyndinni