Í verki Meredith Monk, 16 Millimeter Earrings, renna gjörningalistin, myndlistin, kvikmyndalistin, sviðslistin, ljóðlistin og tónlistin saman í eitt og mynda samfellda og samhangandi heild. Í verkinu bregður fyrir áður óþekktum efnistökum í verkum Monk; hugsunin um hljóð sam alltumlykjandi umhverfi, nýrrar nálgunar með rödd sína og sjónræna þætti sem meginstoðir verkanna, fullunnið kvikmyndaskor og nýtingu kvikmyndamiðilsins innan gjörningaformsins. Verkið markar þáttaskil á ferli Monk í leit hennar að listformi sem fléttar saman ólíkar skynjanir og sameinar hið sjónræna, hljóðræna og hið ljóðræna.