Archive
Menu
Kominn tími til er yfirskrift tíundu Sequences hátíðarinnar sem haldin verður dagana 15.-24. október næstkomandi. Vísar yfirskrift hátíðarinnar í það samfélagsrými augnabliksins sem hátíðin skapar sér hverju sinni.
Á hátíðinni má finna ólík samtöl listamanna, ýmist við umhverfi sitt, sögu eða við aðra listamenn. Samtöl eru í eðli sínu mörkuð af augnablikinu og samhengi þeirra. Meðvitað og ómeðvitað fléttast inn í samtölin sá tíðarandi og ríkjandi hugmyndir í samfélaginu hverju sinni. Þar sem hugmyndir innan samfélaga eru kvikar og breytingum háðar, líkt og samfélögin sjálf, gefst kostur á að lesa í flæði tímans og þróun hinna ýmsu samfélagslegu hugmynda. Að hreyfa við viðteknum hugmyndum samfélagsins gerir okkur kleift að hreyfa við tímanum.
Hátíðin í ár skartar fjölbreyttum hópi listamanna sem eiga það sameiginlegt að vera gjafmildir á tíma sinn, hugmyndir og sköpunarkraft. Þeir eru færir um að drífa áfram verkefni og skapa aðstæður fyrir samtöl og þátttöku. Þannig verða oft til listaverk sem felast í beinum samskiptum listamannsins við tiltekið rými eða umhverfi og þau tengsl við áhorfendur sem verkið skapar. Samtal listamannsins og meðtakandans getur svo orðið að listaverki útaf fyrir sig, í formi sem lifir órætt í huga þess sem meðtekur. Verður þá til listaverk sem miðla mennskunni og hugmyndum um mannlegt ástand og frelsi.
Heiðurslistamaður Sequences X – Kominn tími til er Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Elísabet hefur þá hæfileika að geta spunnið þræði á milli ólíkra listforma og notar rödd sína til þess að segja hlutina hispurslaust, en jafnframt minnir okkur á töfrana.
Elísabet býr yfir tungumáli gyðjunnar og birtist okkur í ólíkum myndum; skapar og eyðir til skiptis, er utan og innan við og leikur sér að því að dansa á línunni þar á milli. Í verkum sínum er Elísabet greinandi á eigið sjálf og þjóðarinnar og tekst á við hið útópíska hlutverk listarinnar sem hreyfandi afli í samfélaginu. Liggur styrkur hennar í því lifandi og margbreytilega sambandi sem hún á við áhorfendur og áheyrendur sína, þar sem hún sjálf er sem almenningslistaverk sem stöðugt hreyfir við hugmyndum samfélagsins og hreyfir þannig við tímanum og tekur þátt í hinni eilífu endursköpun heimsins.
„Það er yfirleitt ekki tekið fram í sköpunarsögum trúarbragðanna að verið sé að skapa heim í fyrsta sinn. […] En á meðan annað er ekki tekið fram má hugsa sér að verið sé að skapa heiminn uppá nýtt en ekki nýjan heim. Kannski var heimurinn búinn að skapast og eyðast svo oft að það þótti við hæfi að skrifa það niður, og þá tók því ekki að segja: Í hundraðasta sinn var tóm…“
– Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Helga Björg Kjerúlf
Framvæmdarstjóri
Eyja Orradóttir
Verkefnastjóri
Kamilija Teklė Čižaitė
Verkefnastjóri / starfsnemi
Sunna Axelsdóttir
Verkefnastjóri
Auður Jörundsdóttir, appointed by The Icelandic Art Center.
Sunna Ástþórsdóttir, appointed by The Living Art Museum.
Una Björg Magnúsdóttir, appointed by Kling & Bang gallery.
Dorothea Olesen Halldorsdóttir, fagráð
Logi Leó Gunnarsson, fagráð
Sigþóra Óðinsdóttir, fagráð
Steinunn Önnudóttir, fagráð
Þorsteinn Eyfjörð, fagráð
Sequences X er styrkt af Reykjavíkurborg, Myndlistarsjóði, Íslandsstofu, Safnasjóð, Tónlistarsjóð, Nordic Culture Point og Rannís.
Samstarfsaðilar Sequences X eru OPEN, Bíó Paradís, Listaháskóli Íslands, Tjarnarbíó, Post-húsið, ELKO, Flæði, Þjóðskjalasafnið, Hafnarborg og Hljóðön.
Systurnar Lúna og Lóla Flórens eru barir hátíðarinnar
Sequences og sýningar- stjórar vilja þakka öllum listamönnum, sýningarstöðum og þeim sem lögðu sitt af mörkum til Sequences X: Kominn tími til. Sérstaklega viljum við þakka öllum í teyminu fyrir örlætið og dugnaðinn.
Agalma
Albert Finn
Aldís Arnardóttir
Aldís Pálsdóttir
Ana Victoria Bruno
Anna Bergmann Björnsdóttir
Anna Líndal
Anni Ólafsdóttir
Arnljótur Sigurðsson
Aron Víglundsson
Áslaug Jóhannesdóttir
Atli Finnsson
Baldur Björnsson
Becky Forsythe
Benedikt H. Hermannsson
Billy Zhao
Birkir Karlsson
Birta Marselía
Brianna Leatherbury
Camilla Holm Rautenberg
Cel Crabeels
Claudia Hausfeld
Daði Guðbjörnsson
Dagur Benedikt Reynisson
Daniela Moog
Elín Agla
Elín Hrund Þorgeirsdóttir
Employees at ELKO Granda
Erlendur Sveinsson
Eva Lind Höskuldsdóttir
Fellaskóli and students
Flæði
Frankie Martin
Franska Sendiráðið
Friðgeir Einarsson
Fylkir Birgisson
Gabríel Brim
Galadriel Gonzalez
Gallerí Úthverfa
Gango Luege
Gígja Jónsdóttir
Girolamo Derrick Belcham
Greta S. Guðmundsdóttir
Guðlaugur Hörðdal
Guðmundur Ari Arnalds
Guðrún Björt Zophaníasdóttir
Guðrún Elísabet Árnadóttir
Gunnar Gunnsteinsson
Gunnhildur Einarsdóttir
Gyða Valtýsdóttir
Halldór Ásgeirsson
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir
Herdís Heiðdal
Hjalti Freyr Ragnarsson
Hlynur Hallsson
Hrönn Sveinsdóttir
Ida Schuften Juhl
Jesper Pedersen
Jewish Community of Iceland
John McCowen
Jón Marinó Jónsson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Jonas Blaser
Júlía Mogensen
Julie Tremblay
Julius Rothlaender
Katherine Caldwell
Kees Visser
Kelsey Lu
Klavs Liepins
Kukl
Lady Brewery
Laufey Elíasdóttir
Lenya Rún Taha Karim
Listaháskóli Íslands
Listasafn Akureyrar
Listasafn Akureyrar
Lunga skólinn
Magnús H. Jóhannsson
Marc-André Nadeau
Margrét Agnes Iversen
María Björk Óskarsdóttir
María Solomatina
Marie-Claude Després
Marina Abramović
Matthias Engler
Narfi Þorsteinsson
National Archives of Iceland
Ómar Sigurðsson
OPEN
Örlygur Steinar Arnalds
Outvert Art Space
Páll Haukur Björnsson
Páll Ivan
Pao Kitsch
Paula Garcia
Phoebe Greenberg
Pia Brunner
Post-dreifing
Ragnar Jónsson
RASK
Rebecca Lord
Renaud Durville
Reykjavik Grapevine
Rijksakademie Van Beeldende Kunsten
Rudolf Brunner
Rúna Þorkelsdóttir
Sævar Helgi Bragason
Samúel Bjarnason
Seltjarnarnesbær
Serge Leborne
Sibyl Urbancic
Sigga Maja
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Ingólfsson
Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir
SÍM Residency
Skaftfell
Snæbjörn Brynjarsson
Sölvi Björn Sigurðsson
Steingrímur Eyfjörð
Suðulist
Sveinbjörg Bjarnadóttir
Sylvía Dröfn Jónsdóttir
The Artist Salary
Thomas Brunner
Thomas Pausz
Tumi Magnússon
Úlfur Bragi Einarsson
Unnur Jökulsdóttir
Veðurstofa Íslands
Vera Illugadóttir
Verkvinnslan
Vésteinn Gauti Hauksson
Vikram Pradhan
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsso
Weronika G
Zofia Blanka Tomczyk
Þór Vigfússon
Þórey Björk Halldórsdóttir