Myndlistartvíæringurinn Sequences auglýsir eftir sýningarstjóra eða teymi, til að leiða þrettándu hátíðina sem fer fram í október 2027.

Hlutverk sýningarstjórans er að búa til listræna umgjörð fyrir hátíðina og vinna náið með framkvæmdarstjóra að skipulagningu 10 daga sýningar- og viðburðadagskrá. 

Fyrir Sequences XIII er markmiðið að bjóða aðila með utanaðkomandi sjónarhorn til að rýna í staðbundna myndlistarlandslagið og bjóða nýjum listamönnum til þátttöku. 

Bakgrunnur

Sequences rauntíma listahátíð er tíu daga samtímalista tvíæringur sem haldinn er í Reykjavík. Sequences hefur verið haldin frá því 2006 og var fyrst um sinn haldin árlega en var breytt í tvíæring 2011. Hátíðin er afar mikilvægur vettvangur fyrir íslenska samtímalist sem skapar tækifæri til alþjóðlegrar tengslamyndunar. 

Undirtitill hátíðarinnar „rauntíma listahátíð“ vísar til upprunalegrar áherslu hennar á raun-tíma og tíma tengda miðla. Í dag er einnig lögð áhersla á sögulegt gildi hátíðarinnar sem listamanna-rekið frumkvæði og gefst sýningarstjórum færi á að túlka og draga innblástur frá þessum áherslum með eigin hætti. 

Hátíðinni hefur verið stýrt af bæði innlendum og erlendum sýningarstjórum og þar á meðal: Markús Þór Andrésson (2013), Alfredo Cramerotti (2015), Margot Norton (2017), Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarson (2019) listamenn, Þóranna Björnsdóttir listamaður og Þráinn Hjálmarsson (2021) tónskáld og Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk, and Sten Ojavee (2023). Daría Sól Andrews er sýningarstjóri næstu hátíðar sem mun fara fram í október 2025.

Stofnaðilar Sequences eru Kling & Bang, Nýlistasafnið og Myndlistarmiðstöð.

 

Ábyrgðarsvið sýningarstjóra

Valinn sýningarstjóri mun bera ábyrgð á fræðilegum og listrænum grunni Sequences XIII. Þar á meðal rannsókn og mótun hugmyndafræðilegs og listræns ramma hátíðarinnar, sýninganna og dagskrárinnar. Sýningarstjóri er í samstarfi við framkvæmdarstjóra ábyrgur fyrir fjárhagslegum ramma, uppsetningu og skipulagi hátíðarinnar, sýninga og viðburða hennar. Starfstímabilið er júní 2025 – nóvember 2027. 

Umsóknargögn

Óskað er eftir tillögum sýningarstjóra sem hafa áhuga á að kafa í íslenska myndlistar umhverfið og finna fersk sjónarhorn í alþjóðlegu samhengi. Umsókn skal fylgja:

– Ferilskrá

– Kynningarbréf

– Tillaga að hugmyndafræðilegum ramma sýningarstjóra fyrir hátíðina (mest tvær blaðsíður) ásamt lista yfir mögulega listamenn. Sjónræn fylgigögn eru einnig æskileg. 

Sendist á netfangið: sequences[hjá]sequences.is

Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2025.

 

Valferli

Umsóknir verða metnar í tveimur lotum. Stjórn Sequences mun fara yfir frambærilegar umsóknir og nokkrar þær álitlegustu valdar til að halda áfram í lotu tvö. Umsóknaraðilar sem komast í aðra lotu meiga búast við að vera beðnir um að gera frekari grein fyrir tillögu sinni og/eða svara spurningum valnefndar. Niðurstöður verða tilkynntar eigi síður en í lok júní 2025.