Ragnar Helgi Ólafsson (f. 1971) er myndlistarmaður og rithöfundur. Ragnar hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina «Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum» og hefur í tvígang verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hann hefur til þessa gefið út sex bækur sem einnig hafa komið út í þýðingum á meginlandinu. Ragnar Helgi hefur og sýnt myndlistarverk og gjörninga beggja vegna Atlantshafsins. Hann er annar stofnenda Tunglsins forlags og einn ritstjóra Ljóðbréfs. Fjallað hefur verið um verk hans í blöðum og ljósvakamiðlum hér heima sem og í erlendum miðlum eins og The Guardian, BBC World Service, Libération og New York Times. Ragnar Helgi býr og starfar í Reykjavík.