Precious Okoyomon

(US/NG)

Precious Okoyomon (f. 1993) er skáld, listamaður og kokkur sem býr í Brooklyn, Bandaríkjunum. Innsetningar háns innihalda gjarnan lifandi gróður, ljóð og höggmyndir. Verk háns fagna glundroða náttúrulegra fyrirbæra og vara við eyðileggingu þeirra.

Verk Precious Okoyomon hafa verið sýnd á ýmsum alþjóðlegum einka- og samsýningum, þar á meðal 59. útgáfu Feneyjatvíæringsins árið 2022, MMK í Frankfurt og LUMA Westbau í Zürich. Institute of Contemporary Arts í London, Kunsthal Charlottenborg og í 13. Eystrasaltsþríæringnum árið 2018. Okoyomon tók þátt í vinnumaraþoni Hans Ulrich Obrist 2018 og hefur lesið ljóð sín í The Kitchen, The Studio Museum í Harlem, MoMA PS1, Hauser og Wirth, KW Institute for Contemporary Art, Artists Space og The Poetry Project, ásamt Eileen Myles, Samuel Delany og John Giorno. Árið 2019 var hán tilnefndt til Paulo Cunha E Silva listaverðlaunanna og var á lista Cultured Magazine yfir „30 undir 35“ lista yfir athyglisverða nýlistamenn.

Associated events:

Emiliano Granado