Naima Neidre

Þrjú grafíkprentverk eftir Naima Neidre mynda ljóðræna sýn undir yfirborði sjávar. Síendurtekinn og fínlegur þráður í verkum Naimu leyfir manni að ímynda sér flæðandi og þétt rými hafsbotnsins. Listaverkin fara aftur til þess tíma þegar Eistland var hluti af Sovíétríkjunum og sjórinn var táknrænn fyrir frelsi en einnig þær takmarkanir sem fylgdu ofbeldisfullu valdakerfi.

Listamaðurinn hefur aldrei búið nálægt sjó og því er viðfangsefnið stór þáttur af verkum hennar.

Naima Neidre (f. 1943) er grafíklistamaður og myndskreytir sem býr í Tallinn. Hún hefur verið virk í listsköpun síðan á áttunda áratugnum. Einkennandi mótíf í verkum hennar eru þéttir og dýnamískir fletir með ólíkum fígúrum – neðansjávarverum, fólki sem gerir dularfulla hluti, mikilfenglegum dýrum og gróðurmiklum plöntum sem mynda samþætta heild í myndrýminu.

Myndmálið er óhlutbundið og mikilfengið – það fangar ímyndunarafl áhorfandans og skerpir fókus hans á heildina sem kemur út úr smáatriðunum.

Associated events: