Ina Nian

(SE)

Ina Nian (f. 1992, Svíþjóð) er sænsk listakona sem vinnur með gjörninga, skúlptúr og innsetningar þar sem hún rannsakar svartleika, nánd og holdlega mótspyrnu. Hennar hugmyndafræðilega aðferð, Black Noise, endurraðar skjalasafninu með því að virkja ólínulega, ómyndræna tíðni – og beina athygli að því sem hefur verið sogað út úr sögunni eða gert ósýnilegt. Í langtímarannsókn sinni á járnviðskiptasögu Svíþjóðar á nýlendutímanum leitast hún við að endurstilla skilning okkar á fortíðinni með því að virkja jaðarsettar skynleiðir.

Í Black Noise #7 rekur hún lágtíðnisuð sögu hefur verið þögguð niður og stillir inn á tíðnir liðinnar fortíðar sem hefur of oft verið þögguð. Í gegnum draugalega sögu Hans Jonathans – fyrsta svarta mannsins sem lifði frjáls á Íslandi eftir að hafa sloppið úr ánauð í Danmörku – hlustar Ina ekki aðeins eftir fótsporum hans, heldur einnig eftir hljóðlátu bergmáli mótspyrnu, sjálfsbjargarviðleitni og þörfinni að tilheyra sem enn hljómar í íslensku landslagi. Verk hennar er hljóðræn fornleifarannsókn sem grefur upp falinn titring nýlenduarfs milli Íslands, Danmerkur og víðar og spyr: hvernig hljómar frelsið þegar það er ekki skráð, heldur á sér aðeins stað í minningum? Með ljóðrænni nákvæmni kortleggur hún rými þar sem hljóð verður að minni og minnið að réttlæti – ekki háværu, heldur þrálátu, eins og sjálft Black Noise.