DODOMUNDO

(LT)

DODOMUNDO (f. 1988) er DJ og performer sem vinnur með þemu líkt og náttúru, líkama, kynlíf og sjálfsást. Hún kannar óhefðbundna eiginleika dansgólfsins og leiðir til að virkja ólík rými. Innsæi og samkennd spila stórt hlutverk í skapandi ferli hennar sem stefnir yfirleitt að því að skapa sameiginlegar upplifanir. Settin hennar samanstanda af rappi, ambient tónlist, umhverfisupptökum og þáttum úr klúbbatónlist. DODOMUNDO dregur helst innblástur frá jaðarsettum tónlistarstefnum.

Associated events: