Dénes Farkas

(EE)

Röð ljósmynda er til sýnis á risastórum tanki sem stendur við Marshallhúsið og er byggð á fjölmörgum ferðum listamannsins til alþjóðlegra fræbanka á Svalbarða og Líbanon. Fræbankarnir geyma fræ af nytjajurtum frá öllum genabönkum heims og tryggja öryggi fyrir matvælaframboð heimsins, ef skyldi koma til þess að þau glatist vegna ófyrisjáanlegra atburða, t.d. stríðs, heimsfaraldurs eða náttúruhamfara.

Dénes Farkas (f. 1974) er ungversk-eistneskur ljósmynda- og innsetningarlistamaður sem býr í Tallinn. Verkefni hans tengt alþjóðlegum fræbönkum var unnið á árunum fyrir 2017, þegar það var sýnt fyrst. Áhugi hans á viðfangsefninu stafaði af áralöngum áhuga listamannsins á fagurfræðinni bakvið það að láta sér leiðast sem hann reyndi að kanna sérstaklega þegar hann heimsótti hvelfingarnar.

Associated events:

By Diana Didyk