Brynhildur Þorgeirsdóttir

(IS)

Í jarðvegskafla sýningarinnar í Kling & Bang er vera sem tekur á móti gestunum. Hún er samansett úr ólíkum efnum – steypu, gleri, járni og hestahári – gleymdum hlutum sem finnast á jörðinni. Verkið kastar af sér áberandi skugga á vegginn fyrir aftan sem lætur hana líta út fyrir að vera mun stærri en hún er í raun.

Brynhildur Þorgeirsdóttir (f.1955) býr og starfar í Reykjavík. Í starfi sínu sem listamaður síðastliðna fjóra áratugi hefur hún vakið athygli fyrir vinnubrögð sín og óvenjulega samsetningu steinsteypu og glers. Ekki síst fyrir hvernig hún breytir þessum efnum í dularfullar lífrænar fígúrur eða kraftmikil form sem eiga í samræðum hvert við annað og áhorfandann.

Verk hennar hafa oft sterk tengsl við sögulega atburði og enn sterkari tengingu við náttúruna og landið. Kjarninn í verkum hennar er samband hennar við náttúruna. Út frá formlegum sjónarhóli mótar hún list sína, á sama hátt og náttúran sjálf framkallar kraftaverk sín og gerir verkum sínum kleift að verða til af sjálfu sér á sífellt óvæntan hátt.

Associated events:

© Brynhildur Þorgeirsdóttir