Benjamin Patterson

(US)

Hin yfirgripsmikla hljóðinnsetning Þegar fílarnir þjást eru það froskarnir sem þjást – hljóð grafítí, breiðir úr sér yfir inngang Norræna hússins. Verkið er sinfónía hljóða úr átta froskategundum, endurómuð af eftirlíkingum manna á ensku, þýsku og grísku. Fjöruga dýraspjallið blandast saman við mannlegan kór sem inniheldur spakmæli og pólitísk skilaboð. Þar á meðal eru brot úr textum eftir Martin Luther King Jr., Nelson Mandela og fyrrum forseta bandaríkjanna Barack Obama, sem og kafla úr Grimm-bræðraævintýrinu The Frog King (1812) og fornum gamanleik Aristófanesar, The Frogs (405 f.Kr.). Verkið var upphaflega unnið fyrir Documenta 14 árið 2017 og var fyrst sýnt eftir að listamaðurinn lést.

Benjamin Patterson (f. 1934, d. 2016) starfaði í ýmsum miðlum og bjó til fjöldan allan af gamansömum kaldhæðnum gripum og klippimyndum. Hann var einn af stofnendum Flúxus hreyfingarinnar og eini afrísk-ameríski meðlimurinn, alþjóðlegum hópi sem stofnaður var á sjöunda áratugnum. Hópurinn leitaðist við að stroka út mörkin milli listar og lífs, listamanns og áhorfenda, myndlistar og sviðslista.

Associated events: