Anna Hallin og Olga Bergmann

(IS)

Berghall, samstarfsverkefni íslensku listakonunnar Olgu Bergmann og sænsku listakonunnar Önnu Hallin sem er búsettar eru í Reykjavík, skapar þverfagleg verk sem sameina skúlptúr, innsetningar, vídeó og teikningu með hugmyndafræði tilraunavísinda og ímyndaðrar fornleifafræði.

Samdreymi (Social Dreaming) opnast í gegnum röð draumkenndra sena þar sem kvikmyndaupptökum, ljósmyndum og hreyfimyndum er blandað saman í fljótandi ferðalag þar sem ein sýn leysist upp í þá næstu. Textabrot birtast á skjánum eins og skilaboð úr undirmeðvitundinni sem leiða áhorfandann í gegnum stöðugar breytingar – á milli hins mannlega og dýrslega, einstaklings og fjölda, staðar og staðleysu – í draumaheimi sem byggir á samlífi ólíkra lífvera. Verkið endurómar vangaveltur Ursula K. Le Guin um félagslegt draumferli: að draumar geti frelsað okkur frá hömlum sjálfsins, látið okkur finna ótta og þrár annarra og jafnvel afhjúpað það sem við vissum ekki að við vissum.