Síðastliðinn október gæddi Sequences tvíæringurinn Reykjavík lífi með tíu daga dagskrá og sýningum á fjölmörgum stöðum víðsvegar um borgina. Sýningum hátíðarinnar er nú lokið, að undanskilinni Setminni í Norræna húsinu, sem stendur áfram til 14. desember. Við hvetjum gesti til að nýta tímann og upplifa sýninguna í ró og næði.
Sequencesteymið vill færa öllum sem tóku þátt, studdu við okkur og lögðu sitt af mörkum innilegar þakkir fyrir að gera hátíðina að samverustund íhugunar, samtals og hæglætis.

Í ár stýrði Daria Sól Andrews hátíðinni og hvatti gesti til að staldra við og upplifa listina sem vettvang sameiginlegrar einbeitingar. Undir yfirskriftinni Pása teigði Sequences XII anga sína í Nýlistasafnið og Kling & Bang í Marshallhúsinu, Norræna húsið, Safnahúsið, Ásmundarsal, og víðar svo að borgin varð að landslagi hæglætis og líkamlegrar íhugunar.
Yfir 40 listamenn frá sex löndum tóku þátt í hátíðinni. Fjöldi listamanna kynnti ný verk, meðal annars Sigurður Guðjónsson, Ragna Róbertsdóttir, Pétur Thomsen, Thomas Pausz og Fischersund, ásamt fleiri.
Einnig mátti sjá verk fjölda erlenda listamanna á borð við Rhoda Ting og Mikkel Bojesen, WAUHAUS, Sasha Huber, Sheida Soleimani og Santiago Mostyn.

Meðal hápunkta hátíðarinnar voru gjörningar og þátttökuverk: I’m a Heart Beating in This World í Hvammsvík eftir Maiju Mustonen og Hrefnu Lind Lárusdóttur ásamt teymi, þar sem gestir upplifðu hugleiðandi floti; matargjörningurinn MASA eftir Hugo Llanes og Catherine Rivadeneyra í Safnahúsinu, þar sem hið ætilega varð að ljóðrænu; og dansverkið Skör eftir Rósu Ómarsdóttur í Norræna húsinu sem veitt rými fyrir líkamlega einbeitingu.
Auk þess var boðið upp á fjölbreytta dagskrá vinnustofa, listamannaspjalla og performansa, þar á meðal Tacet: Extrinsic eftir Hildi Elísu Jónsdóttur, Lullaby Nest eftir Petri Saariko og Sasha Huber, og nýja gjörninga eftir Lucky 3 og Adam Buffington í samstarfi við Nýlókórinn.


Við erum afar þakklát listafólkinu, sýningarstjóra og gestum fyrir að móta áhugavert samtal um hæglæti og umhyggju sem lá til grundvallar hátíðarinnar í ár. .
Hjartans þakkir til sýningarstaðanna Norræna hússins, Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Ásmundarsalar og Hvammsvíkur, sem og fjölmörgum samstarfs- og stuðningsaðilum, þar á meðal Fischersund, Hótel Holt, Hopp, Grugg og Makk, Himbrimi, Inga Elína, Dóttir Skin, Omnom, og La Poblana sem veittu hátíðinni ómetanlegan stuðning.
Við kunnum einnig miklar þakkir fyrir samstarfið við Finn Partners Communications um alþjóðlega fjölmiðlaumfjöllun og öllum þeim sem deildu Sequences með heiminum.
Fjölmiðlaumfjöllun:
“Sequences Biennial XII: Pása / Pause” The Brooklyn Rail
“Iceland Masters the Art of Taking Things Slowly” Apollo Magazine
“An Invitation to Pause: Inside Iceland’s Sequences Festival of Real-Time Art” Observer
“The 12th Edition of Reykjavik’s Beloved Biennial Encourages Visitors to Slow Down” Galerie Magazine
„Sequences Slows Down: The Real Time Art Festival Invites You to Slow Down“ The Grapevine
„Áhersla á Hæglæti á Sequences“ Vísir
„Sequences í Hvammsvík“ Víðsjá
„Verk sköpuð í rauntíma“ MBL